Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra
Samkvæmt 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing að breytingum á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010/2022.
Vindorkubú í Þykkvabæ, breyting á landnotkun í aðalskipulagi
Sveitastjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að gera breytingar á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010/2022. Aðalskipulagsbreytingin tekur til svæðis sem skilgreint er sem landbúnaðarsvæði í gildandi aðalskipulagi en verður eftir breytingu skilgreint sem iðnaðarsvæði með möguleika á landbúnaði og útivistarmöguleikum innan svæðisins. Áætlað er að reisa allt að 13 vindrafstöðvar norðan Þykkvabæjar sem gert er ráð fyrir að geti framleitt allt að 45 MW.
Lýsingin liggur frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 1-3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is
Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við lýsinguna og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 1. desember 2016.
Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að eftirfarandi deiliskipulagsáætlun
Ægissíða 2, Rangárþingi ytra, deiliskipulag frístundasvæðis
Deiliskipulagið tekur til svæðis úr landi Ægissíðu 2 þar sem afmarkað er svæði undir frístundabyggð. Gert er ráð fyrir að skipt verði úr jörðinni allt að 1 ha lóð fyrir frístundabyggð. Lóðin bætist við núverandi frístundabyggð þar sem þegar eru 8 frístundalóðir, sem einnig munu falla undir auglýsta tillögu. Gert er ráð fyrir að byggja megi frístundahús, geymslu o.þ.h. á nýrri lóð.
Tillöguna má nálgast hér:
Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is
Frestur til að skila inn athugasemdum er til 29. desember 2016
Samkvæmt 2. mgr. 43. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynnt tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum
Lýtingur, óveruleg breyting á deiliskipulagi.
Sveitastjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að heimila breytingar á gildandi deiliskipulagi fyrir Lýting í Rangárþingi ytra sem eru þess eðlis að um óverulega breytingu er að ræða. Breytingin tekur til rýmkandi byggingarheimilda á lóðum ásamt því að byggingarreit er bætt við á lóð F4. Sveitarstjórn féll frá grenndarkynningu.
Árbæjarhellir land 2, óveruleg breyting á deiliskipulagi.
Sveitastjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að heimila breytingar á gildandi deiliskipulagi fyrir Árbæjarhelli land 2 í Rangárþingi ytra sem eru þess eðlis að um óverulega breytingu er að ræða. Á auglýsingatíma tillögu kom í ljós að útmörk svæðis voru ekki rétt. Gögn hafa því verið leiðrétt og samhliða hafa mörk innan svæðis breyst til að jafnræði sé milli landeigenda. Grenndarkynning hefur einnig verið sett af stað.
Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is
Har. Birgir Haraldsson
Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra