04. nóvember 2011
Fréttir
Um helgina voru alls átta einingar fjarlægðar úr hraðahindrununum við Þrúðvang og Freyvang og einni eftirlitsmyndavél í eigu sveitarfélagsins var stolið. Helmingur þeirra eininga sem hurfu fundust strax í Ytri-Rangá en tjón sveitarfélagsins hleypur þó á hundruðum þúsunda vegna skemmdarverkanna. Málið er litið mjög alvarlegum augum og hefur verið kært til lögreglunnar. Íbúar á Hellu og aðrir sem telja sig hafa upplýsingar sem upplýst geta málið eru beðnir um að snúa sér til lögreglunnar á Hvolsvelli.