Sindratorfæran er á morgun!

Laugardaginn 12 maí kl 11 hefst Sindratorfæran fram á Hellu. Mikil spenna er í fólki þar sem þetta er 1 umferð íslandsmótsinns og upphaf keppnistímabilsinns.

21 keppandi er skráður til leiks og ef keppenda listinn er skoðaðu má þar sjá nöfn sem margir þekkja á borð við Gísla G. Jónsson, Árna Kóps og mörg fleiri. Nýjir keppendur eru allnokkrir  Ásmundur Ingjaldsson, Páll jónsson, Guðmundur Elíasson og fleiri, sumir hverjir á nýsmíðuðum bílum sem alldrei hafa sést áður.  Þeir keppendur sem hafa verið að slást um titilin undanfarin ár eru sjálfsögðu a lista, þeir Atli Jamil á Thunderbolt, Magnús Sig á Kubbnum, Geir Evert á Sleggjunni, Þór Þormar á Thor og fleiri til í sérútbúnaflokknum og þeir Steingrímur Bjarnason á Strumpnum og Ívar Guðmundsson á Kölska í götubílaflokknum.

Akstursíþróttasvæði Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu rétt austan Hellu hefur sjaldan litið betur út og er búið að leggja mikin metnað í svæðið og brautirnar. Áin og mýrin verða að sjálfsögðu á sínum stað auk brauta í börðum og sandbrekkum, mjög hraðri tímabraut þar sem oft verða mikil tilþrif.  

 

Allar upplýsingar má nálgast hér https://www.facebook.com/events/1962069887339522/

 

Ökumenn sem eru í óða önn að leggja loka hönd á keppnisstækin lofa mikklum tilþrifum og skemmtun fyrir alla fjölskylduna og vonumst við til að sjá sem flesta.

 

Flugbjörgunarsveitin á Hellu og Akstursíþróttanefnd Heklu

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?