Sérkennslustjóri
Auglýst er eftir sérkennslustjóra til starfa í 100% stöðu við leikskólann Heklukot á Hellu í Rangárþingi ytra sem er um 100 km frá Reykjavík. Heklukot er fimm deilda leikskóli með um 75 nemendur frá eins til fimm ára.
Unnið er eftir markmiðum Skóla á grænni grein sem fela í sér sambærilegar áherslur og í Aðalnámskrá leikskóla (2011). Einnig er unnið eftir markmiðum Heilsustefnunnar sem stuðlar að heilsueflingu í leikskólasamfélaginu með áherslu á næringu, hreyfingu og listsköpun í leik.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Yfirumsjón með skipulagningu, framkvæmd og endurmati sérkennslu í leikskólanum í samráði við leikskólastjóra.
- Yfirumsjón með uppeldis- og námsgögnum leikskólans sem tengjast sérkennslu, gerð verkefna og gerð einstaklingsnámskráa.
- Yfirumsjón með samskiptum við foreldra, sérkennsluráðgjafa og aðra sem koma að sérkennslu.
- Fræðsla, ráðgjöf og stuðningur við foreldra og starfsmenn.
- Að veita börnum með sérþarfir leiðsögn og stuðning.
Hlutfall barna af erlendum uppruna er nokkuð og er mikil áhersla lögð á að halda vel utan um þau og fjölskyldur þeirra. Stór partur af starfinu er því málörvun og íslenskukennsla um leið og við leitum nýrra leiða til að efla samstarf við foreldra. Vinnur eftir starfslýsingu leikskólans, með og undir stjórn leikskólastjóra.
Menntun, hæfni og reynsla:
- Leikskólasérkennaramenntun, þroskaþjálfamenntun, Bs. í sálfræði eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi.
- Framhaldsmenntun í sérkennslufræðum æskileg.
- Reynsla af sérkennslu.
- Reynsla af starfi í leikskóla.
- Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum.
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
- Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi.
- Góð íslenskukunnátta.
- Góð tölvukunnátta.
Húsnæði er í boði sé þess þörf.
Umsókn og ferilskrá óskast send rafrænt á heklukot@heklukot.is fyrir 25. janúar nk. Nánari upplýsingar veitir Auður Erla Logadóttir leikskólastjóri í síma 4887045, netfang: heklukot@heklukot.is einnig má sjá upplýsingar um skólann á heimasíðu skólans: www.heklukot.leikskolinn.is