Sérkennari og leikskólakennarar óskast

Leikskólinn Heklukot er staðsettur á Hellu í Rangárþingi ytra. Á Heklukoti er ný deild í undirbúningi og verður þá Heklukot fimm deilda leikskóli með um 90 nemendur.

Leikskólakennari:

Leitað er eftir fagmenntuðum, áhugasömum, glaðværum og metnaðarfullum starfsmönnum, körlum jafnt sem konum, sem hafa góða hæfni í mannlegum samskiptum og eru tilbúnir til að vinna eftir sérstökum áherslum skólans. Fáist ekki leikskólakennarar til starfa er heimilt að ráða aðra til eins árs.

Unnið er eftir markmiðum „Skóla á grænni grein“ sem fela í sér sambærilegar áherslur og í Aðalnámskrá leikskóla. Einnig er unnið eftir markmiðum Heilsustefnunnar sem stuðlar að heilsueflingu í leikskólasamfélaginu með áherslu á næringu, hreyfingu og listsköpun í leik.

Sérkennari

Helstu verkefni sérkennara er samkvæmt starfslýsingu í kjarasamning FL og í samráði við leikskólastjóra. Umsækjendur þurfa að hafa lokið leikskólakennaranámi. Framhaldsmenntun í sérkennslu er æskileg eða reynsla af sérkennslu.

Umsækjandi þarf að búa yfir færni í mannlegum samskiptum, hafa góða íslenskukunnáttu, sýna frumkvæði, sjálfstæði, hafa metnað fyrir starfi sínu og vera tilbúinn til að vinna að málörvun, uppeldi og menntun barna á leikskólaaldri í samræmi við námsskrá og í nánu sambandi við stjórnendur leikskólans.

Aðstoð býðst við að finna húsnæði á staðnum.

Í Heklukoti er leikskólakennurum boðið uppá aukinn undirbúningstíma, fá samtals 9 tíma m.v. 100% starf.

Umsóknarfrestur er til og með 18. Júlí og skulu umsóknir ásamt ferilskrá sendast á heklukot@heklukot.is

Nánari upplýsingar veitir Rósa Hlín Óskarsdóttir, leikskólastjóri á netfanginu heklukot@heklukot.is eða í s: 6592939.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?