22. júní 2023
Fréttir
Erla Sigríður Sigurðardóttir formaður heilsu-, íþrótta- og tómstundanefndar og Sara Sigurbjörnsdóttir íþróttamaður Rangárþings ytra 2022 ásamt hestinum Flóka frá Oddhól.
Hestakonan Sara Sigurbjörnsdóttir er íþróttamaður Rangárþings ytra 2022. Sara býr og starfar í Oddhól og keppir fyrir Hestamannafélagið Geysi. Sara átti frábært keppnisár 2022 með Flóka og Flugu frá Oddhól. Sara er frábær fyrirmynd innan vallar sem utan og hefur verið með fremstu knapa í hestaíþróttum síðustu ár. Sara er vel að þessari viðurkenningu komin.
Það var Erla Sigríður Sigurðardóttir formaður heilsu-, íþrótta- og tómstundanefndar sem afhenti Söru viðurkenninguna.
Helsti árangur Söru á árinu 2022:
Reykjavíkurmeistari í Fimmgang F1 á Flóka frá Oddhól
Reykjavíkurmeistari í Fjórgangi V1 á Flugu frá Oddhól
Íslandsmeistari í Fimmgang F1 á Flóka frá Oddhól
Landsmótssigurvegari í Fimmgang F1 á Flóka frá Oddhól