25. september 2024
Fréttir
Markaðs-, menningar- og jafnréttismálanefnd óskar eftir tilnefningum um samborgara Rangárþings ytra 2024.
Samborgari getur verið hver sá sem hefur á einhvern hátt þótt skara fram úr með störfum sínum í sveitarfélaginu, hvort heldur sem er í atvinnu- eða félagslífi, með manngæsku, dugnaði eða öðru sem eftirtekt hefur vakið.
Reglur um val á samborgara Rangárþings ytra má finna með því að smella hér.
Frestur til að skila inn tilnefningum er til 1. nóvember 2024 og hægt er að senda tilnefningu með því að smella hér og fylla út eyðublaðið.