11. maí 2016
Fréttir
Nú styttist í Oddastefnu sem haldin verður á Hótel Stracta á Hellu 21. maí n.k. frá 13-16. Það er Oddafélagið sem stendur fyrir Oddastefnu á afmælisdegi Sæmundar fróða, fyrrum prests í Odda á Rangárvöllum, ár hvert en í ár verður Oddafélagið 25 ára og Sæmundur 960 ára. Grunnskólanemendur í Helluskóla hafa undir stjórn kennara síns Þórhöllu Sigmundsdóttur sett upp vandaða og stórskemmtilega sýningu um Sæmund fróða í máli og myndum á Sparkvellinum við skólann. Um er að ræða myndverk sem Handlistarval 8.-10.bekkjar gerðu eftir teikningum þeirra og nemenda 5. bekkjar. Má þar meðal annars sjá myndverk af Sæmundi á selnum, Oddakirkju og jafnvel af kölska sjálfum. Hvetjum alla til að kíkja við á sparkvellinum.