01. desember 2016
Fréttir

Stjórn Lundar átti fund í dag og tók stöðuna á framkvæmdum við hina nýju álmu hjúkrunarheimilisins. Það var létt yfir Sigga Kalla og Magnúsi Péturs sem heilsuðu upp á stjórnarfundinn og hvöttu menn til dáða. Verkinu vindur fram samkvæmt áætlun og verklok fyrirsjáanleg fljótlega á nýju ári.
Stjórn Lundar fundaði með hjúkrunarforstjóra, sveitarstjórum og eftirlitsmanni framkvæmda í morgun.