Eftir drengilega keppni við Reykjanesbæ í Útsvari s.l. föstudagskvöld tapaði Rangárþing ytra fyrir Reykjanesbæ í Útsvari. Keppnin var skemmtileg og átti Rangárþing ytra marga stuðningsmenn í sjónvarpssal sem og við skjáinn um allt land. Fulltrúar okkar stóðu sig vel þótt þau hafi ekki vitað svör við öllum spurningum – þau komu vel fyrir og voru skemmtileg. Enda er það tilgangur þáttarins!
Fyrirtæki í Rangárþingi ytra sem gáfu gjafir til keppenda Reykjanesbæjar voru Jöklamús á Hellu sem gaf jurtakrem sem Sigurður Einarsson hefur verið að þróa í 18 ár. Iceland horseworld á Skeiðvöllum gaf klukkutíma hestaferð fyrir 2 um Rangárvellina. Landnámshænan í Þykkvabæ gaf eggjabakka en hjá Landnámshænunni er einnig hægt að taka hænur í fóstur. Stracta Hótel á Hellu gaf gjafabréf í mat fyrir2. Hótel Vos í Þykkvabæ gaf svo öllum gistingu með morgunmat. Keppendur Reykjanesbæjar munu svo sannarlega koma til með að geta notið hluta af því besta sem Rangárþing ytra býður uppá.