26. september 2023
Fréttir

Sunnudaginn 1. október verður haldið opið Rangæingamót í frisbígolfi.
Spilað verður á Hellu og Hvolsvelli, tveir 9 holu hringir á hvorum stað. Byrjað verður á Hellu kl. 10:00 og farið síðan og spilað á Hvolsvelli kl. 13:00.
Boðið verður upp á 3 flokka og veitt verðlaun fyrir efstu sætin í hverjum flokki. Mótið er gjaldfrjálst.
Skráningar fer fram á https://udisc.com/events/rangaeingamot-Y0dfpA eða mæta á staðinn.