Plokkdagur í Rangárþingi ytra 27. maí
Takið þátt í umhverfisviku í Rangárþingi ytra, markmið umhverfisviku að auka umhverfisvitund og ábyrgð íbúa og fyrirtækja á sínu nærumhverfi.
 
Við berum öll ábyrgð!

 

Í tilefni Umhverfisviku verður Plokkdagurinn haldinn í Rangárþingi ytra laugardaginn 27. maí.

 
Framundan er mikið verkefni við það að losa umhverfið við allt mögulegt sem fýkur frá okkur í náttúruna í daglega lífinu.
 
Við þurfum öll að leggjast á eitt og ná frábærum árangri.
 
Íbúar eru hvattir til þess að láta sitt ekki eftir liggja og fara út og plokka!
 
PLOKKTRIXIN Í BÓKINNI
1. Finna sér svæði til að plokka á og hvetja fjölskylduna og vini til að taka þátt.
2. Stofna viðburð eða tengja sig inn á stofnaðan viðburð. Hér.
3. Útvega sér ruslapoka, hanska og plokktöng(val).
4. Klæða sig eftir aðstæðum.
5. Koma afrakstrinum á viðeigandi stað sem er næstu grenndarstöð eða Sorpstöðina á Strönd.
6. Gæta fyllstu varúðar og brýna fyrir börnum að láta nálar og aðra hættulega hluti vera, en tilkynna til foreldra eða umsjónarmanna svo mögulegt sé að fjarlægja þá.
 
Umhverfisnefnd
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?