03. september 2018
Fréttir
Mynd fengin af síðu átaksins. www.plastlausseptember.is
Umhverfisnefnd Rangárþings ytra hvetur alla til þess að taka þátt í árverkniátakinu plastlaus september!
Tilgangur verkefnisins er að vekja fólk til umhugsunar um plastnotkun og þann plastúrgang sem fellur til dagsdaglega og leita leiða til að minnka plastnotkun. Gríðarlegt magn af einnota plasti endar í landfyllingum og í hafinu sem er mikið áhyggjuefni. Allt plast sem hefur verið framleitt er enn til, það brotnar niður í smærri einingar en eyðist ekki.
Plastlaus september hvetur okkur til að kaupa minna af einnota plasti í september. Við getum valið hvort við tökum þátt í einn dag, eina viku, heilan mánuð eða til frambúðar
Allar nánari upplýsingar á www.plastlausseptember.is
Umhverfisnefnd
Rangárþingi ytra