12. september 2024
Fréttir
Samtök ferðaþjónustunnar standa fyrir opnum fundi með sveitarstjórnarfólki í Rangárþingi ytra, Rangárþingi eystra og Ásahreppi þar sem tilefnið er að ræða ástand og horfur í ferðaþjónustu á svæðinu.
Fundurinn fer fram mánudaginn 16. september í félagsheimilinu Hvoli, Austurvegi 8 á Hvolsvelli, og stendur á milli kl. 16 og 18.
SAF hvetja alla félagsmenn og ferðaþjónustuaðila á svæðinu til að fjölmenna á fundinn og ræða ferðaþjónustu á svæðinu. Á fundinum munu SAF halda stutta kynningu um ferðaþjónustu og hagtölur og þá hvernig ferðaþjónustan getur snert svæðið. Að kynningu lokinni hefst opið samtal ferðaþjónustuaðila við sveitarstjórnarfólk um atvinnugreinina.