22. apríl 2024
Fréttir
Unglingar fæddir 2008-2011 geta nú sótt um starf hjá vinnuskóla Rangárþings ytra sumarið 2024 með því að fylla út þetta eyðublað.
Starfstímabilið verður frá 3.–28. júní hjá árgangi 2011 og frá 3. júní til 31. júlí hjá árgöngum 2008, 2009 og 2010.
Vinnutíminn hjá árgangi 2011 verður frá kl. 8–12 en frá kl. 8–15 hjá þeim sem eldri eru.
Umsóknarfrestur er til og með 25. maí 2024.
Umf. Hekla hefur óskað eftir að áhugasamir krakkar úr vinnuskólanum aðstoði við umsjón leikjanámskeiðs í júní og á umsóknareyðublaðinu geta þau merkt við hvort þau hafi áhuga á því eða ekki.
Kynningarfundur fyrir umsækjendur og foreldra/forsjáraðilar verður haldinn í lok maí og verður auglýstur þegar nær dregur.