17. október 2014
Fréttir

Í kvöld fór fram í íþróttahúsinu á Hellu HSK hraðmót í blaki kvenna. Að þessu sinni voru það 7 sunnlensk lið sem tóku þátt. Dímon-Hekla var með tvö lið skipuð eldsprækum konum. A liðið gerði sé lítið fyrir og tók gullið. Í öðru sæti varð Hamar og í því þriðja Laugdælur.