Þann 8. september næstkomandi verður haldin ráðstefna þar sem rætt verður um nýsköpun og tækifæri í íslenskri matvælaframleiðslu á Hótel Selfossi frá kl. 9:00-12:15.
Ráðstefnan er samstarfsverkefni Orkídeu, Landbúnaðarháskóla Íslands, Háskóla-iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins, Háskólans á Bifröst, Íslandsstofu, Lag-inn fræðslumiðstöðvar, Matís, Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins, Samtökum smáframleiðenda matvæla og Ölfus Cluster.
"Brýnt er að auka matvælaframleiðslu í heiminum verulega á næstu áratugum vegna sífellt vaxandi íbúafjölda heimsins. Í þessu felags miklar áskoranir þar sem stór hluti af nýtanlegu gróðurlendi heimsins er þegar notað í landbúnaðarframleiðslu. Nýtanlegir fiskistofnar eru margir komnir að þolmörgkum og vaxandi skortur er á orku og vatni til fæðuframleiðslu.
Í þessum áskorunum felast jafnframt mikil tækifæri fyrir Ísland sem ætlunin er að varpa ljósi á í þessum viðburði.{...]"
Dagskrá:
9:00 - Ávarp
9:05 - Daði Már Kristófersson, HÍ: Helstu ógnanir og tækifæri sem tengjast matvælaframleiðslu
9:20 - Esteban Baeza, Company Future Farms Solutions, Almeria, Spáni: Trends and Challenges in high-tech greenhouse cultivation
9:35 - Julián Cuevas González, Department of Agronomy, Almeria University, Spáni: Protected cultivation of tree crops
9:50 Kaffihlé 20 mín
10:10 - Hrannar Smári Hilmarsson, LBHÍ: Jarðrækt og tækifæri tengd kornrækt
10:25 - Erna Björnsdóttir, Íslandsstofa: Tækifæri tengd útflutningi á íslenskum matvælum
10:40 - Rósa Jónsdóttir / Kolbrún Sveinsdóttir, Matís: Framleiðsla nýrra próteina fyrir matvæli og fóður
10:55 - Helga Gunnlaugsdóttir, Orkídea: Lífgas og áburðarframleiðsla úr lífrænum auðlindum
11:10 - Þorvaldur Arnarsson, Landeldi ehf.: Tækifæri í landeldi
11:25 - NN: Útflutningur á íslenskum garðyrkjuafurðum
11:40 - Panelumræður
12:15 - Fundarlok
Aðgangur er ókeypis en skráning er nauðsynleg.
Skráning fer fram hér: