27. nóvember 2013
Fréttir
Á haustmánuðum hafa nemendur í 5.-7. bekk verið í nýsköpun í SNS samstarfinu (stærðfræði -nýsköpun - skák). Verkefnið í vetur var að vinna að nýsköpun í fyrirtækjum í heimabyggð. Fyrirtækin sem eru búið að vinna með eru Samverk og Fiskás. Nemendur heimsóttu fyrirtækin og fengur nýjar og ferskar hugmyndir að nýjum framleiðsluvörum eða þjónustu. Nemendur kynntu svo fyrir forsvarsmönnum fyrirtækjanna hugmyndir sínar og afhentu veggspjald.