14. september 2015
Fréttir

Biskup Íslands hefur ákveðið að skipa séra Elínu Hrund Kristjánsdóttur í embætti sóknarprests í Oddaprestakalli í Suðurprófastsdæmi. Frestur til að sækja um embættið rann út 25. ágúst sl. Alls sóttu tíu umsækjendur um embættið. Embættið veitist frá 1. október nk.