Niðurstöður viðhorfskönnunar um vindorkuver við Vaðöldu

Sveitarstjórn Rangárþings ytra ákvað að gera viðhorfskönnun gagnvart vindorkuveri við Vaðöldu meðal íbúa sem var aðgengileg í 2 vikur á vordögum 2024. Aðeins íbúar í Rangárþingi ytra, 18 ára og eldri, gátu tekið þátt.

 

Könnunina var hægt að nálgast með innskráningu með rafrænum skilríkjum á „Mínum síðum“ á heimasíðu sveitarfélagsins.

Könnunin var kynnt á miðlum sveitarfélagsins; á heimasíðu og með kostuðum auglýsingum á samfélagsmiðlum. Hún var einnig auglýst í Búkollu.

Lagt var upp með fimm spurningar auk athugasemdareits.

Alls svöruðu 103 íbúar könnuninni og 26 skrifuðu sérstaka athugasemd um framkvæmdina, eða rúm 25%.

 

Niðurstöður spurninga:

Spurning 1: Hefur þú kynnt þér nýjustu tillögu Landsvirkjunar um vindorkuver við Vaðöldu?

  • Af 103 sögðu 88 (85,4%) já og 15 (14,5%) nei.

 

Spurning 2: Hvert er viðhorf þitt gagnvart fyrirhuguðu vindorkuveri við Vaðöldu?

  • 15 voru hlutlaus eða svöruðu ekki, 26 voru neikvæð eða mjög neikvæð og 63 voru jákvæð eða mjög jákvæð.
  • Neikvæð svör voru því 25% og jákvæð svör 61%.

 

Spurning 3: Hvaða áhrif telur þú að framkvæmdin hafi á ímynd sveitarfélagsins?

  • 27 voru hlutlaus, töldu áhrifin engin eða svöruðu ekki. 30 töldu áhrifin neikvæð eða mjög neikvæð og 47 töldu áhrifin jákvæð eða mjög jákvæð.
  • Neikvæð svör voru því 29% og jákvæð tæp 46%.

 

Spurning 4: Finnst þér skipta máli að tiltekinn hluti orkunnar sem vindorkuverið framleiðir yrði nýttur í heimahéraði?

  • 11 voru hlutlaus eða svöruðu ekki
  • 24 sögðu nei eða rúm 23%
  • 69 sögðu já eða tæp 67%

 

Spurning 5: Hefði það áhrif á viðhorf þitt til vindorkuvers við Vaðöldu ef tiltekinn hluti orkunnar yrði nýttur í heimahéraði?

  • 41 sagði að það hefði engin áhrif eða svöruðu ekki (39,8%)
  • 3 sögðu viðhorfið verða neikvæðara eða miklu neikvæðara (2,9%)
  • 60 sögðu viðhorfið verða jákvæðara eða miklu jákvæðara (58,2%)

 

Athugasemdir:

 

Af 26 athugasemdum voru 13 neikvæðar. 5 voru hvorki neikvæðar né jákvæðar en fólu í sér athugasemdir um útfærslu og staðsetningu. 3 tóku sérstaklega fram að skilyrða ætti ákveðinn hluta orku og/eða tekna við heimahérað og 2 kölluðu eftir samskonar könnun um Hvammsvirkjun.

 

Þátttaka í könnuninni var fremur dræm eða um 8% íbúa yfir 18 ára aldri í sveitarfélaginu.

Flestir svarenda höfðu kynnt sér áformin og meirihluti svarenda lýsti yfir jákvæðu viðhorfi. Meirihluta fannst einnig skipta máli að hluti orkunnar yrði nýttur í heimahéraði og að ef það yrði gert yrði viðhorf þeirra jákvæðara.

 

Staðan á þessu verkefni í dag er sú að Landsvirkjun hefur hafið umsóknarferli vegna framkvæmdarinnar og áætlar að hefja fyrsta hluta þeirra síðar á þessu ári.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?