Námskeið fyrir eldri borgara í Rangárþingi

Námskeið fyrir eldri borgara verður haldið mánudaginn 19. janúar klukkan 13:30 – 15:30 í Menningarsalnum, Dynskálum 8 á Hellu.

Fyrirlesari er Unnur Þormóðsdóttir, hjúkrunarstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. 

Á námskeiðinu mun Unnur m.a. fjalla um: vistunarmat, hvíldarinnlagnir og hjúkrunarrými.   Þeir sem standa að námskeiðinu vonast til að sjá sem flesta.

Allir sem láta sig málefni eldri borgara varða eru velkomnir.

            Þjónustuhópur aldraðra

            Félags– og skólaþjónusta Rangárvalla– og Vestur Skaftafellssýslu

            Félag eldri borgara í Rangárvallasýslu

            Heilsugæsla Rangárþings

            Dvalar– og hjúkrunarheimilin Lundur og Kirkjuhvoll

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?