Myndirnar sem myndavélabílar á vegum Google tóku viðsvegar um land í sumar eru nú orðnar aðgengilegar á kortavef fyrirtækisins og í Street-View þjónustu fyrirtækisins. Nú er hægt að skoða kortavef fyrirtækisins og með því að smella á einstaka staði er hægt að kalla fram myndir af götum og húsum. Hægt er t.a.m. að flakka um götur þéttbýlisins á Hellu og víðar um sveitarfélagið s.s. um Hagahringinn í Holtum.
Til að sjá myndirnar er farið inn á kortavef Google, valinn sá staður sem fólk vill skoða og fígúra í fjarlægðastiku vinstra megin á kortinu dregin yfir þann stað sem fólk vill skoða.
Hér er hlekkur beint á Hellu: http://goo.gl/maps/PM0vI
Þessi nýja myndaþjónusta gefur fólki færi á að sjá raunmyndir af stöðunum sem það skoðar á kortum. Á myndunum blasa við götur, hús og lystigarðar, en einnig fólk, bílar og hvað það sem bar fyrir augu þegar myndirnar voru teknar. Í sumum tilvikum er hægt að skoða inn í íbúðir fólks. Andlit fólks og bílnúmer eru möskuð þannig að viðkomandi þekkist ekki.
Þetta kemur m.a. fram á vef mbl.is: http://www.ruv.is/frett/islenskar-myndir-komnar-i-street-view