Mótorkrossbrautin opnar laugardaginn 1. júlí

Laugardaginn 1. júlí kl. 12:00 opnar formlega mótorkrossbraut Akstursíþróttadeildar Ungmennafélagsins Heklu við Hellu.

Margir hafa lagt hönd á plóg við að gera brautirnar að veruleika og er nú loks komið að því að hægt er að opna hliðið. Brautirnar á Hellu eru að sögn þeirra sem hafa prófað hana alveg meiriháttar og verður gaman að heyra frá mótorkrossfólki þegar búið verður að fara hringinn. Einnig eru tvær barnabrautir.

Allir sem fara í brautirnar þurfa að vera búnir að nálgast aðgöngumiða í OLÍS á Hellu.

Brautin er staðsett rétt austan við Hellu og fer ekki framhjá þér, farið er upp afleggjarann að Gunnarsholti.

Umgengis og öryggisreglur sem gilda fyrir akstursíþróttasvæði umf. Heklu

  1. Öll mótorhjól, fjórhjól sem eru skráningarskyld verða að vera löglega skráð og tryggð samkvæmt íslenskum lögum.
  2. Allir ökumenn þessara tækja skulu hafa tilskilin ökuréttindi miðað við aldur og stærð ökutækis samkvæmt íslenskum lögum og reglum.
  3. Ef ekki er uppfyllt skilyrði reglna númer 1 og 2 þá hafa ökumenn ekki heimild til aksturs á svæði Umf. Heklu.
  4. Allur akstur er bannaður á grónum og nýsáðum svæðum. Ökumenn skulu koma með hjólin á kerru/pallbíl á svæðið, gildir fyrir hjól á rauðum númerum.
  5. Öll börn, ungmenni og unglingar sem ekki hafa útgefið ökuskírteini af sýslumanni verða að vera í umsjón lögráða umsjónarmanna allan tímann meðan ekið er á svæðinu.
  6. Allur akstur á svæðinu skal vera ábyrgur, ökumenn skulu vera hugsandi, ökumenn skulu hafa gát í sínum akstri og stofna hvorki sjálfum sér eða öðrum í óþarfa hættu.
  7. Í öllum almennum akstri á svæðinu skulu ökumenn leitast við að hafa samræmi í akstri sínum við aðra ökumenn á svæðinu. Til dæmis koma sér saman um ökuleiðir í braut og forðast að ökuleiðir krossist. Aka skal eftir stefnu brautarinnar eins og hún er sett upp.
  8. Það er skylda við akstur á braut að nota viðeigandi hlífarbúnað, svo sem : Hjálm, krossaraskó, hnéhlífar, brynju og olbogahlífar. Einnig skal ökumaður vera í viðeigandi fatnaði sem stuðlar að öryggi hans.
  9. Opnunartímar á svæðinu : Svæðið er opið frá apríl til september, svæðisnefnd getur þó opnað svæðið fyrr eða síðar ef árferði og nefndin telur það í lagi. Svæðið er opið frá 11:00-21:00 nema annað verði auglýst í samráði við sveitarfélagið.
  1. Bannað er að aka á svæðinu nema búið sé að greiða fyrir, hægt er að kaupa miða í braut á Olís á Hellu.

 

Ársgjald fyrir 16 ára og eldri er 18.000 kr fyrir braut 3. 

Árgjald fyrir félagsmenn í Umf. Heklu í braut 3 er 15.000kr.

Dagpassi fyrir 12 ára og eldri kostar 3.000kr.

Frítt er fyrir minni hjól og byrjendur í braut 1 og 2. Gjald er alltaf tekið fyrir braut 3 óháð aldri. 

A.T.H. Gullkort MSÍ gilda ekki árið 2023 á Hellu. 

 

Fyrir nánari upplýsingar skal senda póst á velhjolheklu@gmail.com 

 

Akstursbrautir Umf Heklu eru þrjár,

Braut 1. Púkabrautin fyrir okkar yngstu byrjendur sem eru að stíga sín fyrstu skref í motocrossi.

Braut 2. Byrjandabraut, fyrir byrjendur yngri enn 12 ára.

Braut 3. Löggild keppnisbraut sem er 1.9 km á lengd, fyrir ökumenn eldri enn 12 ára. í komandi framtíð mun braut 4 bætast við og verður það hardenduro braut.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?