15. febrúar 2024
Fréttir
Öskudagurinn á Hellu var fjörlegur að venju þegar börn og unglingar gengu uppáklædd á milli stofnana og fyrirtækja til að syngja vel valin lög og fá nammi að launum.
Veðrið lék við hópinn, kalt en bjart, og allan eftirmiðdaginn mátti sjá skrautlegar verur tölta um þorpið.
Skrifstofa sveitarfélagsins þakkar öllum fyrir komuna og meðfylgjandi eru myndir frá þessum skemmtilega degi.