12. janúar 2014
Fréttir
Á hátíðarfundi Vísinda- og rannsóknarsjóðs Suðurlands 9. janúar sl. afhenti hr. Ólafur Ragnar Grímsson leikskólanum Heklukoti á Hellu menntaverðlaun Suðurlands.
Samtök sunnlenskra sveitarfélaga veita árlega verðlaun fyrir framúrskarandi framlag á sviði menntunar á Suðurlandi sem um leið er hvatning til frekari dáða. Verðlaunin voru veitt í sjötta sinn nú í vetur.
Sveitarstjórn óskar leikskólastjóra og starfsmönnum leikskólans til hamingju með verðlaunin og þakkar það góða og metnaðarfulla starf sem fram fer á Leikskólanum Heklukoti.
Samtök sunnlenskra sveitarfélaga veita árlega verðlaun fyrir framúrskarandi framlag á sviði menntunar á Suðurlandi sem um leið er hvatning til frekari dáða. Verðlaunin voru veitt í sjötta sinn nú í vetur.
"Það er óhætt að segja að eldmóður og áhugi kennara hafi haft áhrif á líðan og framvindu náms hjá börnum á Heklukoti. Við setjum umhyggjuna í fyrsta sæti því vellíðan er forsenda þess að við getum þroskast og dafnað. Það sem börnin fara neflilega fram á er að þeim líði vel. Núna, ekki á morgun eða eftir hádegismat. Heldur núna. Það er dásamlegur eiginleiki barna að lifa í núinu og þar ættum við öll að vera.
Ég vil þakka sérstaklega starfsfólki Heklukots fyrir þessa frábæru viðurkenningu og ég veit að þetta er svo sannarlega hvatning til áframhaldandi þróunar í okkar skólastarfi.
Við munum halda áfram með þróunarverkefni okkar í tengslum breytingar á útileiksvæði Heklukots. Við ætlum að breyta útileiksvæðinu í náttúrulegt leiksvæði sem byggir á áskorunum, hvetur börn til leiks, rannsókna og sköpunar. Í þessu starfi höfum við haft einn kennara fremstan í flokki jafningja og að öðrum ólöstuðumog vil ég þakka henni sérstaklega fyrir þann eldmóð og áhuga sem hún hefur sýnt þessu starfi og smitar bæði börn og starfsfólk til góðra verka. Kærar þakkir, Sigdís Oddsdóttir. Að lokum langar mig enn og aftur að þakka foreldrum fyrir áhuga og sýndan samstarfsvilja í starfi barna sinna." Þórunn Ósk.
Þórunn Ósk og Sigdís Oddsdóttir