Menningarsjóður - opið fyrir umsóknir

Rangárþing ytra auglýsir eftir umsóknum í fyrri úthlutun menningarsjóðs sveitarfélagsins 2025.

Umsóknarfrestur er til 30. apríl og úthlutað verður í júní 2024.

Til úthlutunar í fyrri úthlutun ársins eru allt að 750.000 kr.

Umsækjendur geta verið lögráða einstaklingar, félagasamtök, stofnanir eða fyrirtæki sem koma að menningarviðburðum. Verkefni sem styrkt eru verða að fara fram innan Rangárvallasýslu. Markaðs-, menningar- og jafnréttismálanefnd Rangárþings ytra metur hvaða verkefni eru styrkhæf.

Umsóknum skal skilað með því að fylla út þar til gert eyðublað sem má nálgast með því að smella hér.

Umsækjendur þurfa að kynna sér úthlutunarreglur Menningarsjóðs Rangárþings ytra og við hvetjum umsækjendur til að lesa reglurnar vel og vanda umsóknir.

Umsóknareyðublöð og reglur um úthlutun má nálgast hér fyrir neðan.

Frekari upplýsingar má finna með því að smella hér.

Sækja um

Fyrirspurnir vegna menningarsjóðs sendist á markaðs- og kynningafulltrúa, Ösp Viðarsdóttur, á netfangið osp@ry.is eða í s: 4887000.

Hægt að óska eftir ráðgjöf vegna styrkja hjá Ösp markaðs- og kynningarfulltrúa á osp@ry.is