20. ágúst 2015
Fréttir

Rangárþing ytra og Ásahreppur hafa gert samning til framtíðar við sóknarnefnd Oddasóknar um nýtingu á Menningarhúsinu á Hellu fyrir viðurkennt félagsstarf í sveitarfélögunum, á sviði menningar- og mannúðarmála og til félagsstarfs eldri borgara. Áður var í gildi samningur til reynslu sem átti að renna út núna í lok ágústmánaðar. Reynslan af Menningarhúsinu hefur verið gríðarlega góð og mikil ánægja með samstarfið á allan hátt. Það eru því gleðitíðindi að þessi samningur sé í höfn. Samningurinn felur í sér greiðslu frá sveitarfélögunum til Oddasóknar að fjárhæð kr. 175.000,- á mánuði til reksturs Menningarhússins. Sveitarstjórar Rangárþings ytra og Ásahrepps rituðu undir samninginn með Írisi Sigurðardóttur formanni Oddasóknar.