28. júní 2024
Fréttir
Markaðstjaldið hefur verið fastur liður á Töðugjöldum en í ár ætlum við að breyta örlítið til og blása til markaðar í íþróttahúsinu á Hellu laugardaginn 17. ágúst næstkomandi.
Öllum er velkomið að vera með og þau sem vilja setja upp sölubás greiða ekkert fyrir aðstöðuna.
Öll sala er á ábyrgð seljanda og gerð er krafa um góða umgengni og heiðarlega viðskiptahætti.
Hvort sem þú ert einstaklingur sem langar að selja notaða hluti eða fatnað, fyrirtæki á svæðinu sem langar að koma vörum sínum á framfæri eða framleiðandi sem vill kynna sig og sína framleiðslu hvetjum við öll sem hafa áhuga til að taka þátt.
Þetta þurfa seljendur að hafa í huga:
- Krafa er gerð um góða umgengni og frágang – allt rusl skal fjarlægt eftir markaðinn og óheimilt er að skilja eftir eitthvað sem ekki selst.
- Hver og einn ber ábyrgð á eigin sölu – sveitarfélagið er hvorki milliliður né ábyrgðaraðili hvað varðar sölu.
- Salan stendur yfir á milli kl. 12 og 16 en hægt verður að byrja undirbúning fyrr og verður skipulagið hvað það varðar rætt við þau sem bóka pláss.
Fyrirspurnir og bókanir sendist á osp@ry.is