09. september 2015
Fréttir

Eiríkur er 25 ára gamall uppalinn í Vík í Mýrdal en búsettur á Hellu. Hann er með BA gráðu í ferðamálafræði frá Háskólanum á Hólum. Hann hefur starfað frá árinu 2012 sem forstöðumaður Kötluseturs í Vík sem stofnað var árið 2011. Hann hefur því leitt uppbygginu setursins og séð um upplýsingamiðstöðina, markaðsmál Mýrdalshrepps, ferðaþjónustuklasann VisitVík, styrkjaumsóknir, menningarhátíðina Regnbogann-list í fögru umhverfi, skiltagerð, umsjón með kynningarbæklingum og vefsvæðum auk þess að hafa umsjón með fasteignum Kötluseturs.
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti samhljóða á fundi sínum í dag að ráða Eirík í starfið.