Rangárþing ytra óskar eftir að ráða öflugan og drífandi einstakling í starf markaðs- og kynningarfulltrúa. Um fjölbreytt og margþætt framtíðarstarf er að ræða sem krefst góðrar færni á ýmsum sviðum, m.a. í tengslum við umsjón viðburða, kynningar- og útgáfumál og ritstjórn heimasíðu sveitarfélagsins. Starfshlutfall er 100%.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Ábyrgð á og umsjón með markaðs-, upplýsinga- og kynningarmálum sveitarfélagsins
- Verkefnastjórnun og umsjón með framkvæmd viðburða, s.s. Töðugjöld, 17. júní á Hellu og árshátíð sveitarfélagsins
- Umsjón með vef- og samfélagsmiðlum sveitarfélagsins
- Þátttaka í markaðs-, menningar- og jafnréttismálanefnd og öðrum nefndum eftir atvikum
- Samskipti við ýmsa hagsmunaaðila
- Önnur tilfallandi sérverkefni, s.s. á sviði ferðamála, stefnumótunar og skýrslugerðar
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Menntun og/eða reynsla á sviði viðburða- og verkefnastjórnunar er kostur
- Þekking á svæðinu og nærsamfélaginu er æskileg
- Reynsla af umsjón og uppbyggingu vefsvæða er kostur
- Þekking eða reynsla af framsetningu kynningarefnis er kostur
- Framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfni
- Sjálfstæði í vinnubrögðum og góðir skipulagshæfileikar
- Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti er skilyrði
Hjá Rangárþingi ytra starfa um 150 manns hjá hinum ýmsu stofnunum en skrifstofa sveitarfélagsins er staðsett á Hellu. Nánari upplýsingar um Rangárþing ytra má finna á www.ry.is.
Umsóknarfrestur er til og með 16. október. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi í starfið. Umsóknir gilda í sex mánuði frá dagsetningu auglýsingar. Allir áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið. Laun eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Nánari upplýsingar veita Helga Birna Jónsdóttir (helga@intellecta.is) og Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) í síma 511 1225.