Rangárþing ytra óskar eftir að ráða hæfileikaríkan einstakling í nýtt starf markaðs- og kynningarfulltrúa. Starfið er mjög margþætt og krefst því góðrar færni á ýmsum sviðum. Um er að ræða framkvæmdastjórn viðburða ásamt störfum sem tengjast kynningar- og útgáfumálum fyrir Rangárþing ytra m.a. ritstjórn á vef Rangárþings ytra og hugsanlega tengdum vefjum, ýmis sérverkefni m.a. á sviði ferðamála, vinna við stefnumörkun, samantektir og skýrslugerð. Fulltrúinn aðstoðar einnig einstaklinga og félagasamtök, í samráði við sveitarstjóra og/eða Atvinnu- og menningarmálanefnd, við skipulagningu og utanumhald annarra viðburða í sveitarfélaginu. Um er að ræða fullt starf. Ráðið verður í starfið til eins árs til að byrja með, frá 1. september/1. október n.k. eða eftir nánara samkomulagi, en áætlanir standa til að um framtíðarstarf sé að ræða. Umsóknarfrestur er til og með 5. ágúst nk.
Umsókn skal senda með rafrænum hætti á klara@ry.is. Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Nánari upplýsingar veita Ágúst Sigurðsson (agust@ry.is) og Sólrún Helga Guðmundsdóttir (solrun@ry.is) .
Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólamenntun sem nýtist í starfi er skilyrði • Menntun og/eða reynsla sem tengist viðburða- og verkefnastjórnun er kostur • Þekking á svæðinu er mikill kostur • Reynsla af umsjón og uppbyggingu vefsvæða er kostur • Menntun eða reynsla á sviði framsetningar kynningarefnis er kostur • Gott vald á ritun íslensku og ensku er skilyrði • Sjálfstæði í vinnubrögðum og góðir skipulagshæfileikar • Mikil hæfni í mannlegum samskiptum er áskilin
Starfssvið: • Almenn kynning á sveitarfélaginu • Framkvæmdastjórn og kynning viðburða • Umsjón með auglýsingagerð og birtingu þeirra • Vinna við fjármögnun markaðs- og menningartengdra verkefna af hálfu sveitarfélagsins • Ritstjórn vefsvæða og samfélagsmiðla í nafni Rangárþings ytra.