Mál á dagskrá sem Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á 36. fundi sínum 1.nóv. sl.
1. Útboð 1.áfanga viðbyggingar við Dvalarheimilið Lund sem gerir ráð fyrir fokheldu húsi var samþykkt samhljóða á fundinum.
Ég tel afar nauðsynlegt að bregðast við þeim athugasemdum sem gerðar hafa verið við tvíbýli á Lundi. Þar er rekið frábært starf og gott starf unnið við erfiðar aðstæður og nauðsynlegt að hlúa sem best að skjóstæðingum með að bæta húsnæðið og gefa hverjum og einum þannig kost að fá sem besta aðhlynningu hverju sinni. Bæði hvað varðar íbúa Lundar og einnig aðbúnað starfsfólks og vinnuumhverfi.
Óskað hefur verið eftir að ríkið komi með mótframlag en Framkvæmdasjóður aldraðra hefur úthlutað um 88 mkr. til viðbyggingar og Rangárþing ytra hefur staðfest sinn hlut með bókun á fundi sínum fyrr á árinu og aftur á 36. fundi sínum er varðar 15% hlutdeild í byggingarkostnaði á móti Ásahreppi. Þannig að gert er ráð fyrir framlagi samtals frá ríki 85% og 15% frá sveitarfélögunum. Sveitarstjóri og oddviti hafa farið á fund í ráðuneytinu til að óska eftir framlagi ríkisins til viðbyggingarinnar og einnig kynnt ákvörðun sveitarstjórnar Rangárþings ytra er varðar mótframlagið. Einnig hafa þau rætt við velferðarráðherra, fjárlaganefnd og þingmenn o.fl. um málið.
Ég tel þannig góðar líkur að fá frekari fjármagn til viðbyggingarinnar á næsta ári þar sem vel hefur verið tekið í að skoða málið af hálfu ráðneytis og þeirra sem rætt hefur verið við á fundum með sveitarstjóra og oddvita. Afar mikilvægt er að bæta þá aðstöðu sem er á Lundi og verður vonandi hægt að sjá fyrir endann á fjármögnum vegna viðbyggingar til að fullklára viðbygginguna. Einnig þarf að halda áfram að vinna að endurheimtingu á því hjúkrunarrými sem Lundur missti í ársbyrjun 2011 og hefur sett fjárhag heimilisins úr skorðum. Mikilvægt er vinna að því að fá fleiri hjúkrunarrými en nú eru á Lundi til að mæta hækkandi rekstrarkostnaði vegna viðbyggingar. Ljóst er að framlag frá sveitarfélaginu er búið er að samþykkja og einhugur um þá ákvörðun.
2. Grænfánanefnd Grunnskólans á Hellu óskaði eftir framtíðarstaðsetningu á útikennslusvæði og ávaxtalundi við Grunnskólann á Hellu og var afgreiðsla og bókun svohljóðandi:
Sveitarstjórn samþykkir að við framtíðarskipulag svæðisins verði tekið tillit til þeirrar kennslustarfsemi sem þar fer fram og að skipulagsnefnd verði kynnt erindið með formlegum hætti. Jafnframt óskar sveitarstjórn eftir samstarfi við nemendur og kennara um þróun hugmyndar um fjölskyldugarð á þessu svæði.
Í ljósi sérþekkingar nemenda á Grænfánaverkefninu, óskar sveitarstjórn eftir ábendingum nemenda um hvernig hún geti stuðlað að breyttum áherslum í anda Grænfánaverkefnisins í starfsemi annarra stofnana sveitarfélagsins.
Það er því skemmtilegt að tvinna saman starfsemi útikennslusvæði og hugmyndir sem snúast að stofnun fjölskyldugarðs.
3. Tillaga frá 7. fundi atvinnu- og menningarmálanefndar vegna upplýsingamiðstöðvar.
Bókun sveitarstjórnar:
Sveitarstjórn leggur til að komið verði upp aðstöðu í Miðjunni (Suðurlandsvegi 1-3) á Hellu til upplýsingagjafar um þjónustu, gistingu, og afþreyingu á svæðinu. Leitað verði samstarfs við rekstraraðila í sveitarfélaginu um þátttöku í verkefninu. Sviðsstjóra umhverfis-, eigna- og tæknisviðs sveitarfélagsins falið að koma með tillögur að útfærslu í samráði við stjórn Suðurlandsvegar 1-3 ehf.
Þannig er ljóst að auðvelt verður fyrir ferðamenn að nálgast helstu upplýsingar rétt við þjóðveg 1.
4. Fyrirkomulag 17. júní hátíðarhalda:
„Sveitarstjórn samþykkir að leita til Heklu Handverkshúss um að gera samning til næstu 3ja ára til að efla menningartengda starfsemi sem þar er unnin og að sjá um 17. júní hátíðahöld.“
Mikilvægt er að styðja þá starfsemi Heklu Handverkshus með föstu fjárframlagi á fjárhagsáætlun til að hægt sé að viðhalda þeirri menningu sem þar er unnin og hefur skipað fastan sess í afþreygigarmöguleikum í sveitarfélagini og sem laðar að gesti til að sækja sveitarfélagið heim.
Guðfinna Þorvaldsdóttir