15. ágúst 2018
Fréttir

Kvennakórinn Ljósbrá
Vegna breyttra aðstæðna leitar Kvennakórinn Ljósbrá að nýjum stjórnanda.
Kórinn heldur upp á þrítugs afmæli sitt á næsta ári og hefur verið með fjölbreytt efni allt frá rokki til íslenskra ættjarðarsöngva og hikar ekki við að takast á við nýjar áskoranir. Í kórnum eru um það bil 40 hressar konur á öllum aldri.
Ef þú hefur áhuga á að vita meira hafðu þá samband við Olgu í síma 892 5357 eða
Margréti Hörpu í síma 868 2543.