19. september 2014
Fréttir

Lið Rangárþings ytra í spurninga- og skemmtiþáttinn Útsvar hefur verið myndað. Keppendur fyrir okkar hönd verða þau Hreinn Óskarsson skógarvörður í Odda, Steinar Tómasson aðstoðarskólastjóri á Hellu og Harpa Rún Kristjánsdóttir háskólanemi frá Hólum við Heklurætur. Þau munu mæta Dalvíkingum í sjónvarpssal þann 3. október næstkomandi.
Áfram Rangárþing ytra!