Leikskólinn Laugalandi óskar eftir að ráða leikskólastjóra

Leikskólastjóri er leiðtogi skólans, veitir faglega forystu og býr yfir hæfni og frumkvæði til að skipuleggja skapandi leikskólastarf í samvinnu við starfsfólk.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Stjórnun og ábyrgð á daglegum rekstri, þjónustu og starfsemi skólans
  • Fagleg forysta á sviði kennslu og skólaþróunar
  • Ábyrgð á mannauðsmálum, s.s. ráðningum, vinnutilhögun og starfsþróun
  • Að leikskólinn starfi samkvæmt viðeigandi lögum og reglugerðum, aðalnámskrá leikskóla og menntastefnu sveitarfélagsins
  • Virkt og gott samstarf við alla aðila skólasamfélagsins

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Kennaramenntun og leyfisbréf er skilyrði
  • Viðbótarmenntun á sviði stjórnunar og/eða menntunarfræða er æskileg
  • Kennslureynsla á leikskólastigi er skilyrði
  • Leiðtoga- og stjórnunarhæfni, reynsla af stjórnun er æskileg
  • Framúrskarandi samskiptahæfni, lausnamiðuð hugsun og jákvætt viðmót
  • Færni í áætlanagerð og fjármálastjórnun er æskileg
  • Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði í starfi, skýr framtíðarsýn og faglegur metnaður
  • Góð almenn tölvunotkun
  • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku

Umsóknarfrestur er til og með 23. apríl 2025

Allir áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Sótt er um starfið á www.mognum.is

Nánari upplýsingar veitir Sigríður Ólafsdóttir; sigga@mognum.is

Með umsókn skal fylgja greinagóð starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfi umsækjenda.

Leikskólinn Laugalandi er um 45 barna þriggja deilda leikskóli staðsettur að Laugalandi, rekinn af Rangárþingi ytra og Ásahreppi.

Umhverfi skólans einkennist af fjölbreyttri íslenskri náttúru sem býður uppá endalausa möguleika fyrir leik og nám.

Helstu áherslur í starfi eru m.a. traust og góð umönnun og vellíðan barnanna á allan hátt. Leikur, útikennsla, slökun og fjölbreyttar vinnustundir m.a. með Lubba og Blæ.

Mikil og góð samvinna er við grunnskólann og íþróttamiðstöðina sem eru undir sama þaki og leikskólinn.

Einkunarorð skólans eru: Viska - Virðing - Vinátta.