11. febrúar 2025
Fréttir

Börn og kennarar frá Leikskólanum Heklukoti settu upp listaverkasýningu í Miðjunni síðastliðinn föstudag í tilefni af degi leikskólans þann 6. febrúar.
Verkefnið kallast „1/4 af hring“ en hvert barn skreytti einn reit eftir eigin höfði og svo var heildinni raðað saman í listaverkin sem sjá má á myndunum. Auðvitað er enginn reitur eins og útkoman afar fjölbreytt og skemmtileg.
Heklukot er heilsuleikskóli og hreyfing og sköpun eru meðal lykilþátta starfsins. Við þökkum þeim kærlega fyrir heimsóknina og hvetjum alla til að skoða verkin sem hanga uppi á vegg fyrir utan Vínbúðina á fyrstu hæð Miðjunnar.