Ert þú jákvæður með gott skopskyn og finnst frábært að læra eitthvað nýtt ? Ertu til í að takast á við áskoranir í lífinu ?
Við erum að auglýsa eftir kennurum til starfa við leikskólann Heklukot á Hellu í Rangárþingi ytra.
Viðkomandi þart að hafa góða samskiptahæfni, sýna frumkvæði, sjálfstæði, hafa metnað fyrir starfi sínu og vera tilbúinn til að vinna að málörvun, uppeldi og menntun barna á leikskólaaldri í samræmi við námsskrá leikskólans og í nánu sambandi við stjórnendur leikskólans. Óskað er eftir körlum jafnt sem konum.
Hæfniskröfur:
Leyfisbréf kennara.
Góð íslenskukunnátta skilyrði í ræðu og riti.
Hreint sakavottorð
Umsókn og ferilskrá óskast send rafrænt á inga@heklukot.is . Einnig má sjá upplýsingar um skólann á heimasíðu skólans: www.heklukot.is
Umsóknafrestur til 17. desember