22. ágúst 2023
Fréttir
Við úthlutun f.v. Margrét Einarsdóttir, formaður ásamt stjórnarmönnunum Jóni Sigurðssyni og Gunnsteini Sigurðssyni.
Á Töðugjöldum var í fyrsta sinn úthlutað úr Menningarsjóði Rangárþings ytra sem komið var á fót á þessu ári. Markmið sjóðsins er að efla og styrkja menningarstarf í sveitarfélaginu. Að þessu sinni var það Leikfélag Rangæinga sem fékk úthlutað 250.000 kr. Markmið Leikfélags Rangæinga er að setja upp leiksýningu á komandi vetri og mun það svo sannarlega verða lyftistöng fyrir menningarstarf í sveitarfélaginu.