
Rangárþing ytra óskar eftir að ráða öflugan og drífandi einstakling á skrifstofu í starf skjalavarðar, aðstoðarmanns launafulltrúa og fleira. Um fjölbreytt og margþætt framtíðarstarf er að ræða sem krefst góðrar færni á sviði skjala- og launamála. Starfshlutfall er 100%.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Umsjón með skjalastjórnun sveitarfélagsins og stofnana þess.
- Frágangur og skil skjala.
- Leiðsögn og eftirfylgni með skjölun til starfsmanna og stofnana sveitarfélagsins.
- Vinnur að undirbúningi og úrvinnslu funda í fundarkerfi sveitarfélagsins.
- Vinna að launavinnslu í samstarfi við launafulltrúa.
- Staðgengill launafulltrúa og sinnir launavinnslum og tengdum verkefnum í fjarveru hans.
- Önnur tilfallandi verkefni sem næsti yfirmaður kann að fela starfsmanni og samræmast verksviði hans.
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Menntun/reynsla sem nýtist í starfi.
- Æskilegt er að viðkomandi hafi þekkingu og reynslu af skjalavistunarkerfum (One System og/eða öðrum kerfum).
- Þekking og reynsla af launamálum og launavinnslum er kostur.
- Góð almenn tölvukunnátta, s.s. Office 365 og gott tölvulæsi.
- Hæfni til að greina gögn og upplýsingar.
- Frumkvæði og metnaður til að ná árangri.
- Skipulagshæfileikar og nákvæm vinnubrögð.
- Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og góð þjónustulund.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri jon@ry.is og Saga Sigurðardóttir, launafulltrúi saga@ry.is eða í síma 488-7000.
Umsóknarfrestur er til og með 30. apríl 2025. Ásamt umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi í starfið. Senda skal umsóknir á netfangið jon@ry.is. Allir áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið. Laun eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.