Lausar stöður við Laugalandsskóla

Eftirtaldar stöður eru til umsóknar við Laugalandsskóla í Holtum, Rangárþingi ytra, skólaárið 2023-2024

Staða kennara

Leitað er eftir áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingi sem getur unnið með okkur að einkunnarorðum skólans,

„Samvinnu, trausti og vellíðan í leik og starfi“ þar sem lögð er áhersla á sjálfstæð og gagnrýnin vinnubrögð nemenda með sérstaka áherslu á félagsþroska í góðri samvinnu við foreldra.

Kennsluréttindi, hæfni í mannlegum samskiptum og víðtæk reynsla af kennslu á grunnskólastigi er nauðsynleg. Helstu kennslugreinar er, skólaíþróttir, náttúrufræði, enska og tónmennt.

Einnig er óskað eftir sérkennara/iðjuþjálfa/þroskaþjálfa.

Staða skólaliða/ræstingar

Skólaliða vantar næsta skólaár til að hafa umsjón og eftirlit með nemendum og ræstingu á skólahúsnæðinu. Lipurð í mannlegum samskiptum er nauðsynleg.

Staða í eldhús

Laust er til umsóknar 50% starf í eldhúsi í Laugalandskóla í Holtum. Í starfinu felst, uppvask, frágangur í matsal og matarskömmtun á heitum mat fyrir grunn- og leikskóla. Lipurð í mannlegum samskiptum er nauðsynleg.

Laugalandsskóli er í um 100 km fjarlægð frá Reykjavík í fögru umhverfi í Holtum þar sem margvísleg tækifæri eru til þess að njóta útiveru og náttúrunnar. Leikskóli er rekinn að Laugalandi og öll venjuleg þjónusta er á Hellu.

Umsóknarfrestur er til 14. júlí 2023.

Upplýsingar veitir skólastjóri í vs. 487-6540 og gsm. 862-9530

yngvikarl@laugaland.is

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?