Vegna forfalla óskum við eftir áhugasömum kennurum á mið- og unglingastig.
Viðkomandi þarf að vera skapandi í starfi og hafa áhuga á að þróa í samvinnu við starfsfólk framsækið og faglegt starf með áherslu á fjölbreyttar námsnálganir. Í Laugalandsskóla stunda um 100 nemendur nám. Einkunnarorð skólans eru samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi og lögð er áhersla á sjálfstæð og gagnrýnin vinnubrögð nemenda með sérstaka áherslu á félagsþroska í góðri samvinnu við foreldra.
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Leyfisbréf kennara eða sambærileg menntun
- Færni í mannlegum samskiptum
- Sjálfstæð og öguð vinnubrögð
- Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
- Góð íslenskukunnátta
Um er að ræða 100% stöður og verður ráðið í stöðurnar frá 1. janúar 2024. Nánari upplýsingar veitir Jónas Bergmann Magnússon skólastjóri í síma 8699010.
Umsóknarfrestur er til og með 31.des og skal senda umsóknir ásamt starfsferilskrá í tölvupósti á netfang skólastjóra; jonas@laugaland.is
Öllum umsóknum verður svarað. Starfið hentar öllum kynjum. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.