Langar þig að halda sumarnámskeið 2025?

Sumarbæklingur Rangárþings ytra 2025 er í vinnslu og er því óskað eftir námskeiðstillögum frá einstaklingum og félögum. 

Óskum eftir einstaklingum eða félögum til að halda leikjanámskeið og önnur sumarnámskeið. 

Við óskum eftir sumarefni frá íþrótta- og tómstundahreyfingunni – sem og öðrum sem vilja kynna sitt íþrótta-, tómstunda- og leikjanámskeið fyrir bæjarbúum.
 
Ef félagar eða klúbbar áforma að bjóða börnum, ungmennum og eða öðrum íbúum upp á tómstunda- og /eða leikjanámskeið eða aðra
afþreyingu í sumar, biðjum við um að upplýsingar verði sendar til íþrótta- og fjölmenningarfulltrúa á netfangið: johann@ry.is fyrir 1. maí nk.
 
Endilega sendið myndir með.

 

Hér má sjá bæklinginn frá sumrinu 2024:

https://www.ry.is/is/frettir/sumardagskra-barna-2024

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?