22. júlí 2020
Fréttir

Ellefu listamenn sýna í stórri skemmu, sem var einu sinni refabú, og í 100 ára gömlu fjárhúsi. Viðfangsefnið er vist mannsins í landslagi. Frumkvöðull sýningarinnar Borghildur Óskarsdóttir hefur um árabil beint sjónum sínum að landslagi og sögu fólksins í Landsveit. Listamenn sem sýna í ár eru Borghildur Óskarsdóttir, Eygló Harðardóttir, Guðjón Ketilsson, Hannes Lárusson, Hildur Hákonardóttir, Leifur Ýmir Eyjólfsson, Margrét H. Blöndal, Ósk Vilhjálmsdóttir, Pétur Thomsen, Sólveig Aðalsteinsdóttir, Þorbjörg Jónsdóttir.
Facebook event: https://www.facebook.com/events/372654283698112
Instagram: https://www.instagram.com/storiklofi/