Umrædd lóð er merkt með rauðum kassa á myndinni
Umrædd lóð er merkt með rauðum kassa á myndinni

Byggðarráð tók nýverið fyrir beiðni Landsvirkjunar um lóð á Hellu undir starfsstöð fyrirtækisins. Byggðarráð telur að heppileg staðsetning fyrir starfsstöðina verði á horni Gaddstaðavegar og Faxaflata og hefur falið sveitarstjóra að vinna málið áfram.

Beiðni þessi kemur í kjölfar langvarandi viðræðna sveitarfélagsins við Landsvirkjun í tengslum við aukin umsvif fyrirtækisins í sveitarfélaginu.

Auknu umsvifin eru fyrst og fremst fyrirhugað vindorkuver við Vaðöldu og Hvammsvirkjun, ný vatnsaflsvirkjun í Þjórsá.

Landsvirkjun gekk nýlega frá samningi um kaup á 28 vindmyllum frá þýska fyrirtækinu Enercon en nánar má lesa um vindorkuverið á vef Landsvirkjunar með því að smella hér.

Leyfi fyrir framkvæmdunum liggja fyrir en áætlanir gera ráð fyrir að Vaðölduvirkjun komist í gagnið á árunum 2026 og 2027 og að Hvammsvirkjun verði gangsett árið 2029.

Nánar má lesa um áætlanir Hvammsvirkjunar á vef Landsvirkjunar með því að smella hér.

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?