Landsvirkjun þarf að útvega starfsfólki sínu og verktökum gistingu á næstu misserum og árum, í tengslum við miklar framkvæmdir á starfssvæði fyrirtækisins við Búrfell.
Æskilegt er að gistingin sé ekki í meira en 1–1 ½ klst. akstursfjarlægð frá verkstað. Viðmiðunarsvæðið nær því til Rangárþings ytra í heild sinni og eru stórir sem smáir aðilar á svæðinu hvattir til að kynna sér málið.
Hæfi bjóðenda til þátttöku samkvæmt skilyrðum Landsvirkjunar miðast við eftirfarandi:
- Ársreikningur 2023 sem sýnir jákvætt eigið fé
- Undirrituð hæfisyfirlýsing (í excel-skjali)
- Staðfesting á greiðslum opinberra gjalda og lífeyrissjóðsgjöldum starfsmanna
- Staðfesting á að öll leyfi til að reka gistiþjónustu séu til staðar og í gildi
- Úfyllt tilboðsblöð (excel-skjalið)
- Samstarfsviljayfirlýsing (ef við á)
Til að nálgast útboðsgögn verða áhugasamir aðilar að skrá sig inn á útboðsvefinn og kynna sér málið. Þar er einnig hægt að taka þátt í útboðinu en skilafrestur tilboða er 27. febrúar 2025 kl. 13.
Landsvirkjun hefur einnig kallað sérstaklega eftir athugasemdum og fyrirspurnum varðandi útboðið en slíkt verður að berast í gegnum útboðsvefinn.
Tengill á útboðsvefinn: https://utbod.landsvirkjun.is