Þann 10. mars 2023 barst Skipulagsstofnun umhverfismatsskýrsla um þjónustumiðstöð í Landmannalaugum sem stofnunin hefur móttekið í samræmi við 22. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021 og lið 12.03 í 1. viðauka við lögin. Skipulagsstofnun kynnir framkvæmdina og umhverfismatsskýrsluna með auglýsingu í Lögbirtingablaðinu, Fréttablaðinu og Morgunblaðinu 17. mars og á Fréttavef Suðurlands 17. – 24. mars 2023.
Umhverfismatsskýrslan liggur frammi til kynningar frá 17. mars til 4. maí 2023 á skrifstofu Rangárþings ytra og hjá Skipulagsstofnun. Umhverfismatsskýrslan er aðgengileg á vefsíðu stofnunarinnar: www.skipulag.is. Skipulagsstofnun bætti 3 virkum dögum við 6 vikna umsagnarfrest vegna páskanna.
Skipulagsstofnun hefur óskað eftir að eftirtaldir aðilar veiti umsögn um umhverfismatsskýrsluna: Rangárþing ytra, Fiskistofa, Heilbrigðiseftirlit Suðurlands, Minjastofnun Íslands, Náttúrufræðistofnun Íslands, Umhverfisstofnun, Veðurstofa Íslands og Vegagerðin.
Frestur almennings og umsagnaraðila til að skila umsögnum er til 4. maí 2023 . Framkvæmdaraðili mun fá sendar umsagnir með tölvupósti jafnóðum og þær berast.