Mynd: Hluti þeirra bænda sem tók þátt í áburðardreifingu 2020.
Mynd: Hluti þeirra bænda sem tók þátt í áburðardreifingu 2020.

Það er mikill kraftur í bændum í Holta-og Landsveit við landgræðslustörf á Landmannaafrétti þetta árið sem endranær. Frá árinu 2004 hafa bændur borið tilbúinn áburð á um 3.635 hektara lands til gróðurstyrkingar þar sem endurborið er á sum svæðin og nýjum svæðum bætt við árlega og telur uppgræðslusvæðið um 800 hektara. Kjötmjöl hefur verið borið á síðastliðin haust á 12 hektara, sáð hefur verið grasfræi í 126 ha með undraverðum árangri auk þess sem gömlum heyrúllum hefur verið dreift. Vegna mikils áhuga heimamanna setti Landgræðslan í gang tilraun árið 2018 inn við Valafell á Landmannaafrétti um hvaða áburðartegund af tilbúnum áburði sé heppilegust til uppgræðslu í úthaga og verður fróðlegt að sjá niðurstöður þeirrar tilraunar er fram líða stundir. Í síðustu viku fór flokkur vaskra bænda í uppgræðsluferð inn á afrétt og tók Guðlaug Berglind Guðgeirsdóttir nokkrar myndir við það tækifæri.

Páll á Galtalæk við uppgræðslustörf.

Erlendur í Skarði og Ólafía í Húsagarði við áburðarstörf.

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?