28. desember 2017
Fréttir
Í samstarfi við IKEA, Kjötkompaníið, Markaðsráð kindakjöts, Bændablaðið og sauðfjárbændur á Suðurlandi blásum við bændum bjartsýni í brjóst á fundi í Íþróttahúsinu á Hellu laugardaginn 6. janúar 2018 kl. 10.30.
Fundarefnið er markaðssetning á lambakjöti og fjölbreytt tækifæri sem bíða íslensks landbúnaðar handan við hornið. Að loknum erindum verður fundargestum boðið í mat með léttum veitingum, öllum að kostnaðarlausu. Nauðsynlegt er að skrá sig á fundinn hér neðst á síðunni til að undirbúa nægan mat og veitingar.
Dagskrá
Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda.
Ávarp
Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA.
Er glasið hálf fullt eða hálf tómt?
Jón Örn Stefánsson, eigandi Kjötkompaní.
Framtíðarsýn – kjötviðskipti og nýjungar
Svavar Halldórsson, framkvæmdastjóri Icelandic Lamb.
Kynningar- og markaðsmál Icelandic Lamb
Fundarstjóri: Ásmundur Friðriksson, alþingismaður.
Matarveisla
Eftir erindin verður sest að veisluborði þar sem bornar verða á borð ljúffengar veitingar úr lambakjöti. Hráefnið er frá Sláturfélagi Suðurlands og Norðlenska en umsjón með matargerðinni hefur starfsfólk IKEA og Kjötkompanís.
Allir bændur hjartanlega velkomnir á meðan húsrúm leyfir.
Fundarboðendur
Bændurnir Erlendur Ingvarsson, Skarði og Jón Bjarnason í Skipholti ásamt Ásmundi Friðrikssyni alþingismanni.