Lagfæringar á göngustígnum að Ægissíðufossi

Vinnuflokkur frá Landsvirkjun er hjá okkur þessa vikuna, 24.–28. júní. Þau eru hingað komin í gegnum samstarfsverkefni Landsvirkjunar, „Margar hendur vinna létt verk“, sem virkar þannig að Landsvirkjun úthlutar vinnuafli til ýmissa verkefna.

Flokkurinn vinnur að endurbótum á göngustígnum meðfram Rangá, frá brúnni að Ægissíðufossi, í samstarfi við þjónustumiðstöðina sem hefur umsjón með verkinu.

Þessi göngustígur er ein helsta útivistarperla svæðisins og er það fagnaðarefni að verið sé að lagfæra hann.

Áhersla er lögð á að koma niður ecoraster-grindum á blautustu kaflana til að bæta aðgengið.

Rangárþing ytra þakkar Landsvirkjun kærlega fyrir samstarfið.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?