Kynning og fræðslufundur um Suzuki hljóðfæranám

Laugardaginn 28. jamúar frá kl. 13:00 - 14:00 verður haldinn Suzuki- kynningar- og fræðslufundur í Tónlistarskólanum á Hvolsvelli. Suzukikennarar skólans og Suzukikennaranemar kynna námið og stýra fundinum.

Kaffispjall að loknum fundi - hressing í boði fyrir börn og fullorðna.

Tónlistarskóli Rangæinga sett sér það markmið skólaárið 2014 – 2015  að stefna að stofnun Suzukideildar. Markmiðið var sett til fimm ára. Grunnur var lagður að deildinni haustið 2015.

Ein af vörðunum á  leið að markmiðinu er að halda kynningar og fræðslufundi um hugmyndafræðina og kennsluaðferðina reglulega.

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?